Við höfum náð að minnka sorpið okkar all verulega með því að hætta að kaupa sérstaka plastpoka undir nesti, matarafganga o.þ.h. – þið vitið, þessir sem fást í nokkrum stærðum og eru jafnvel með „zip-lokunum”.
Í staðinn notum við fjölnota box, vaxpappír og taupoka. Við þrífum líka og geymum heillega poka, sem hafa þjónað umbúðahlutverki fyrir vörur sem við höfum þegar keypt, og notum þá a.m.k. einu sinni áður en þeim er hent – með styrkri aðstoð frá Ikea-pokaklemmum. Pokar undan morgunkorni (eins og Cheerios) hafa til dæmis reynst okkur mjög vel!