Já! Þess vegna geymum við Ikea-flokkunardallana okkar úti (og svo inni í bílskúr þegar við flytjum til Íslands).
Við nennum samt engan veginn að hlaupa út í dallana í hvert einasta sinn sem þarf að henda einu sorpsniffsi.
Þess í stað höfum við poka inni í eldhúsi, eins og sjá má á myndinni, og í hann setjum við allt okkar sorp (fyrir utan lífrænan úgang og óendurvinnanlegt sorp).
Á þriggja til fimm daga fresti flokkum við úr honum uppsafnað sorp og setjum í viðeigandi flokkunardalla. Það tekur max þrjár og hálfa mínútu, höfum tekið tímann! Þetta er það kerfi sem hefur hentað okkur best miðað við þær kringumstæður sem við búum við.
Á myndinni eru 750 g af óflokkuðu sorpi sem hefur safnast upp á fimm dögum. Hann var losaður á 3:17 .