Neyslumeðvitund um jólin og fallegir fjölnota jólapokar

Verð að viðurkenna að ég finn fyrir vissum vanmætti gagnvart minna-sorp-verkefninu okkar, nú þegar jólin nálgast óðfluga. Það þýðir þó ekkert annað en að halda áfram. Vera meðvitaður um allar neyslufreistingarnar og gera sitt besta til forðast þær – nú eða hreinlega falla fyrir þeim en með ábyrgum sorphætti  . Margt smátt gerir eitt stórt!

Þetta árið náðum við til dæmis alveg að sniðganga gjafir úr plasti. Við gættum þess líka að þær væru í litlum umbúðum, þótt það hafi nú ekki gengið upp í öllum tilvikum. Þetta var alls ekki erfitt en í pökkunum okkar eru m.a. gjafabréf á viðburði, „sannar gjafir“-gjafabréf, tréleikföng, gúmmelaði af ýmsu tagi, ullarflíkur, lín og bækur. Einnig má finna þarna þrjár gjafir sem ekki voru keyptar glænýjar út úr búð og tvær sem saumaðar voru heima úr endurnýttu efni. Þessu var síðan pakkað inn í jólapappír frá því í fyrra, maskínupappír, dagblöð og annað því um líkt sem hefur safnast upp á heimilinu – án hefðbundinna pakkabanda og merkimiða. Börnin máluðu á pappírinn og komu pökkunum þannig í jólalegan anda 🎄.

Ég má svo til með að deila einni mynd af ótrúlega fallegum jólapökkum sem elsku mamma mín á allan heiður af. Hún saumaði þessa poka úr efni sem hún keypti í Virku – en hún saumaði líka fleiri úr jólagardínuefni úr Góða hirðinum. Tær jólasnilld sem hægt er að endurnýta aftur og aftur…  – og svo má líka sjá hér viðtal við hana sem birtist í Fréttablaðinu fyrir jólin.

25398172_745052035679913_3634065640563861078_o25591759_10214822422451093_6272162633489252592_n

Þessi færsla var birt undir Gjafir, Jól. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s