Undanfarna mánuði höfum við notast við tvo kveikjara þegar svo hefur borið undir. Nú er annar þeirra orðinn galtómur og hinn hreinlega ónýtur. Við höfum því fengið tækifæri til að byrja að nota umhverfisvænni eldfæri, þ.e. gömlu, góðu eldspýturnar. Þær henta einstaklega vel fyrir kertavertíðina framundan – svo kemur líka þessi spennandi lykt bæði þegar maður kveikir á þeim og slekkur!
🕯️
🕯️
🕯️
… og við flokkum auðvitað sprittkertið þannig að hægt sé að nýta það t.d. í hjól eða áldósir .