Að kaupa notaða hluti – „boring” og púkalegt?

IMG_1334Hvað er ljúfara og meira gefandi en að leyfa tónum og tali Gömlu gufunnar að hljóma í línulegri dagskrá úr útvarpinu í eldhúsinu? Jú, jú, það er hægt að nota snjallsímann og þráðlausa hátalara – en æ, það er samt bara ekki það sama og hlýða á öldur ljósvakans líða úr gamla, góða viðtækinu… Það er líka gott að reyna að takmarka snjalltækjanotkunina með öllum ráðum og dáðum.

Búandi í útlandinu var ég því ekkert smá ánægð þegar ég „uppgögvaði” netútvarp, þ.e. útvarpstæki sem getur spilað hverja þá útvarpsstöð í heiminum sem streymt er á veraldarvefnum. Ég hóf strax að rannsaka framboðið á slíkum gripum og fann fljótlega ákveðið tæki á 35.000 kr. sem var sett á jólagjafalistann um síðustu jól.

Einhverra hluta vegna dróst þó að fjárfesta í viðkomandi útvarpi. Í raun átti það að uppfylla dýra skammtíma gerviþörf, á meðan við byggjum ekki á Íslandi. Var hægt að réttlæta slík kaup? Á meðan við veltum þessu fyrir okkur þá rakst ég einn daginn á notað netútvarp á nytjamarkaði sem kostaði heilar 2.000 kr. Ég skellti mér á það án þess að hugsa mig tvisvar um.

Gripurinn svínvirkar og svei mér þá, ég er örugglega þúsund sinnum ánægðari með notaða tækið heldur en ég hefði verið með uppstrílaða útvarpsgaurinn sem ég hafði hugsað mér að eignast.

Já, það er frábær tilfinning, umhverfsivænt, skynsamlegt, hagkvæmt og bara nokkuð svalt að koma í veg fyrir sóun af ýmsu tagi með því að gefa notuðum hlut framhaldslíf, á góðu verði, án umbúða og styrkja jafnvel gott málefni um leið. Mæli með’essu!

Þessi færsla var birt undir Notaðir hlutir (gefins, keypt, selt). Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s