Í sumar fórum við yfir eldhússkápana og tíndum til alla plastpoka og einnota borðbúnað (bolla, hnífapör og rör) sem höfðu safnast upp á heimilinu í gegnum tíðina. Við gátum hvorki hugsað okkur að nota herlegheitin né henda þeim, þannig að við brunuðum með þau á nytjamarkað. Þess má geta að í staðinn fyrir plastpokana notum við fjölnota poka og box. Þá erum við dugleg að endurnýta poka undan matvælum sem hafa verið keypt inn á heimilið.
Við lögðum líka eldhúsrúllurnar til hliðar (notum tuskur og þvottapoka þeim mun meira) þannig að blessaður eldhúsrúllustandurinn fór með í bílferðina á nytjamarkaðinn
Já, já – það þarf ekki að spyrja að því Útrýming á einnota dóti sem þessu hefur leitt til minna heimilissorps hjá okkur!