Ótti við notkun á fjölnota pokum undir ávexti og grænmeti á rökum reistur?

 

IMG_8573Sumir eru hræddir við að fá skrítin eða óþægileg viðbrögð frá búðarfólki þegar fjölnota ávaxta- og grænmetispokum er skellt á færibandið við búðarkassann. Ég hef hins vegar eingöngu heyrt af jákvæðu viðmóti starfsfólks við þessar aðstæður – í versta falli kippir það sér ekkert upp við þessa áhættuhegðun kaupenda  .

Notkun slíkra poka leiðir enda til aukinnar hagkvæmni hjá verslunum (með innkaupum þeirra á færri plastpokum) og þeir eru umhverfisvænni kostur, sem er auðvitað e-ð sem allir elska!

Já, þessir pokar hafa sparað okkur þvílíkt mikið sorp og það með afar auðveldum hætti! Í sumum tilfellum tökum við matvælin bara í lausu, eins og til dæmis banana. Ef við stöndum frammi fyrir því að ávextir eða grænmeti sem við ætluðum að kaupa er í miklum umbúðum (sérstaklega plasti) þá reynum við að sleppa því að kaupa hana en finnum aðra vöru í engum/minni umbúðum í hennar stað – en því miður er það nú ekki alltaf hægt…

Fjölnota poka má sauma t.d. úr gömlu blúndugardínuefni. Oft eru þeir líka til sölu í matvöruverslunum. Svo má panta þá á netinu t.d. á Facebook síðunni „Fjölnota”.

Þessi færsla var birt undir Hreinlætis- og snyrtivörur. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s