Ein ótrúúúlega auðveld leið til að minnka heimilissorpið er að forðast vörur sem eru marginnpakkaðar.
Þegar við þykjumst gera vel við okkur með sælgætis- og gosneyslu þá reynum við til dæmis að forðast nammi þar sem molarnir eru pakkaðir sérstaklega inn. Auk þess kaupum við yfirleitt gos og öl í stökum áleiningum (ekki innbundið í kippu), það munar ekki svo miklu í kostnaði … en jú, jú, stundum gleymum við okkur, ég neita því ekki…