Já, með grófu sápustykki og uppþvottabursta úr tré, með útskiptanlegum haus og umhverfisvænum burstahárum! Holy moly!
Okkur fannst mjög einfalt og þægilegt að skipta þessu inn í staðinn fyrir uppþvottalöginn og uppþvottabursta úr plasti. Við setjum smá vatn í sápuskálina til að mýkja sápuna aðeins. Svo dýfum burstanum í sápuvatnið á botni skálarinnar eða nuddum honum létt við sápuna – og vöskum upp
Við prófuðum reyndar fyrst að nota edikblöndu við uppvaskið en fíluðum ekki útkomuna (…eða kannski skipaði systir mín mér að hætta að nota blönduna. Henni þótti agaleg tuskufýla í eldhúsinu eftir að við byrjuðum á edikinu og skrúbbaði það í kjölfarið hátt og lágt með klór, af illri nauðsyn að hennar mati… síðan þá hefur eldhúsið verið í ágætu standi. Frábært að eiga frábærar systur ).
Í Sviss fást uppþvottaburstar úr tré í matvöruverslunarkeðjunni Migros. Þrefalt húrra fyrir því góða aðgengi að þessari úrvalsvöru. Matvöruverslanir á Íslandi mættu svo sannarlega taka þetta til eftirbreytni.
Á Íslandi fást uppþvottaburstar úr tré hjá Söstrene Grene og á mistur.is.
(Á mistur.is er einnig hægt að fá bambus „skaffal” til að hafa ferðinni, klósettbursta og sópa úr tré, vaxpappír og margt fleira umhverfis-spennandi. Mér skilst líka að þau sendi vörurnar heim í umhverfisvænum umbúðum – bara flott!)