Notað dúkkuhús í afmælisgjöf: Fimm ferlega flottar flugur slegnar í einu höggi 🎉

IMG_8652

Keyptum þetta líka fína dúkkuhús ásamt húsgögnum á nytjamarkaði um daginn til að gefa yngsta barninu okkar í þriggja ára afmælisgjöf í október. Get varla beðið þangað til, því það er ekki oft sem sá stutti fær „almennilegar” gjafir frá okkur foreldrum og systkinum. Á heimilinu er ofgnótt leikfanga og fatnaði til staðar – það er hreinlega ekki á það bætandi – nema kannski jú, ef við erum að tala um dúkkuhús úr við… 😊

Nýti tímann fram að því til að snurfusa það aðeins; þrífa, stroka út blýantsstrik og svoleiðis dúttl. Drengurinn er mikill dundari, þessi gjöf verður (vonandi) stöngin inn! Eldri börnin hafa a.m.k. verið að laumast til að leika sér í húsinu þegar sá litli sér ekki til og notið þess í botn.

Með kaupunum slógum við margar æðisgengnar flugur í einu höggi:
– Við endurnýttum.
– Engar umbúðir fylgdu kaupunum.
– Við spöruðum pening (notað er muuun ódýrara en nýtt).
– Leikfangið er úr umhverfisvænum efnivið.
– Kaupverðið rann til góðgerðarmála.

Fyrir svipaða fjárhæð er t.d. hægt að kaupa fimm hæða plast-bílastæðahús í stórmarkaðinum.

Tja, þetta var nú ekkert svo erfið ákvörðun…

PS. Það þarf ekkert að vera að ég hafi keypt húsið af því að ég þráði að eignast svoleiðis nokkuð þegar ég var lítil stúlka …  … en ég fékk ekki heldur bílastæðahúsið sem mig dreymdi um í mööörg ár (reyndar voru þau nú bara max tveggja hæða hér gamla daga) … 😁

Þessi færsla var birt undir Börnin, Notaðir hlutir (gefins, keypt, selt). Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s