Já, já – mistök? Er það eitthvað ofan á brauð? …

… eða eru þau eitthvað til að læra af…?

Húsbóndinn kom heim úr ferðalagi í júní með færandi hendi; tvær þó nokkuð stórar leikfangaflugvélar úr plasti, sem gáfu frá sér ljós og hljóð! Geggjað flottar! Þær kostuðu víst ekki skildinginn, voru keyptar á einhverju götuhorni í Suður-Ameríku á heilar 100 krónur.

Tæpum tveimur mánuðum seinna voru báðar vélarnar búnar að missa vængina sína, eitt hjólið brotið undan annarri og stélið af hinni. Börnin hafa þó unað sér við að láta búkana fljúga í þessu annarlega ástandi – svona endrum og eins.

Nema hvað að í gær fór önnur flugvélanna að gefa frá sér flugvélahljóð – algjörlega stanslaust – og engin ráð til að slökkva á henni án þess að merja hana í spað. Það kom auðvitað ekki til greina af hálfu ungu kynslóðarinnar. Óhljóðin í vélinni voru greinilega farin að fara verulega í pirrurnar á eiginmanninum því ég kom að henni á þessum stað í gærkvöldi (sjá mynd); búið var að setja hana inn í stofukamínuna í einangrun … (sönn saga!)

Æi, já. Ætli það sé ekki komið meira en nóg af innkaupum af svona smádóti og drasli, sem aðeins býr til örstutt stundargaman og hefur lítinn sem engan líftíma sem leikfang? Það verður fljótt að sorpi og skilur eftir sig heilmikið vistspor. Getur maður kannski gefið skemmtilegar samverustundir eða stórt og gott knús í staðinn? Maður spyr sig…

 

 

Þessi færsla var birt undir Börnin. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s