Minna heimilissorp…í afmælisveislu 🎂🎉

Við héldum upp á fjögurra ára afmæli Magnúsar fyrr í sumar þar sem veislugestirnir voru tíu talsins. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema það að við reyndum að haga hlutunum þannig að við myndum standa uppi með eins lítið sorp og mögulegt væri.

Niðurstöðurnar sjást á fyrstu myndinni – en á fjórðu myndinni er reyndar það sorp sem eftir stóð þegar búið var að opna pakkana

 

– Við blönduðum djús í liðið og komum þannig í veg fyrir drykkjarumbúðir.
– Við endurnýttum gamalt skraut, þ.e. veifur, kerti og pakkabönd til að hengja upp blöðrur.
– Við keyptum eins mikið umbúðalaust og mögulegt var.
– Við notuðum ekkert einnota dót – nema reyndar blöðrur (ekki hægt að halda afmæli án þess að hafa blöðrur  ).
– Við endurnýttum gjafapappír og útbjuggum úr honum kramarhús sem við fylltum með smá nammi, marglita trélit og minnisbók (allt keypt umbúðalaust).
– Þetta kostaði smá skipulagningu (en ekki mikið meira en vanalega) og var mjög skemmtileg áskorun!
– og já, þetta var bara þrususkemmtilegt afmæli!!!

Á laugardaginn munum við standa frammi fyrir nýrri veisluáskorun en þá verður haldin hér grillveisla fyrir ca 30 manns. Hlakka æðislega mikið til að taka á móti öllum þeim góðu gestum – og reyna að halda sorpinu í lágmarki við undirbúninginn!

Þessi færsla var birt undir Börnin, Matarinnkaup og eldhús. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s