Ég tók áskorun gærdagsins og verslaði í áfyllingarbúð í fyrsta sinn í dag (sbr. Heilsuhúsið, Kaja matbúr, Uppskeran Glæsibæ ofl). Haframjöl, hrísgrjón, poppmaís og hnetur í fjölnota ílát að heiman. Svo fallegt! Í leiðinni keypti ég tannbursta úr bambus (,,bambursta“ sbr mistur.is). Elska þessar pappírsumbúðir og hlakka til að prufukeyra gripinn! =Minna heimilissorp
Leit
Minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu
Umfjöllunarefni bloggfærslna
-
Nýjustu færslurnar
Vinsælast