Notaðir hlutir (keyptir/gefnir): Þrjár sóunarflugur slegnar í einu höggi!

Meistaramánuður – Minna heimilissorp!

Með því að kaupa/þiggja notaða hluti eru þrjár sóunar-flugur slegnar í einu höggi: Komið er í veg fyrir sóun verðmæta, peninga og umbúða 🙂

17038743_10212008239018266_3681752368917133382_o
Við höfum verið svo heppin að eiga gott fólk í kringum okkur sem hefur ,,arfleitt” okkur af notuðum barnafötum undanfarin ár, sérstaklega á strákana.

Við höfum líka keypt í síauknum mæli ýmsa notaða hluti, svona eftir þörfum, bæði á nytjamörkuðum og sölusíðum notaðra vara á vefnum. Sem dæmi má nefna leikföng, bækur, skíðabúnað á fjölskylduna, reiðhjól, möppu undir heimilisbókhaldið o.fl. Um daginn fannst okkur við vanta eitthvað ákveðið, fundum það ekki á sölusíðum og óskuðum þá eftir viðkomandi hlut, notuðum, til að kaupa – það bar reyndar ekki árangur það skiptið, gengur vonandi betur næst….

Að sama skapi reynum við að gefa eða selja þá heillegu hluti sem við erum hætt að nota.

Af svona gjörningum hlýst mikill ávinningur:
– Komið er í veg fyrir sóun þeirra verðmæta sem fólgin eru í þeim hlut sem skiptir um hendur.
– Hluturinn endar ekki sem sorp hjá seljanda/gefanda.
– Seljandi fær aur í vasann.
– Kaupandinn/þiggjandinn sparar peninga, miðað við að hann kaupi vöruna nýja.
– Vörunni fylgja engar umbúðir sem þarf að farga (nema reyndar þegar seljandinn/gefandinn er Svisslendingur, þeir geyma upprunalega umbúðarpappakassa fram í rauðan dauðann…!)

Og já, það er meira að segja hægt að gefa notaða hluti í jóla- og afmælisgjafir! Í fyrra fékk ég ótrúlega skemmtilega og eftirminnilega afmælisgjöf frá henni Auði, mágkonu minni (og helstu fyrirmynd og áhrifavaldi í neyslu- og sorpmálum). Þetta voru tvær frábærar bókmenntaperlur sem hún hafði keypt notaðar á bókamarkaði. Það er fallegt að gefa hlutum framhaldslíf með þessum hætti

Þessi færsla var birt undir Notaðir hlutir (gefins, keypt, selt). Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s