Réttir skammtar + nýting afganga + flokkun matarúrgangs = Þyngri budda og minna sorp ;)

Meistaramánuður – Minna heimilissorp.

MINNI MATARSÓUN

Ég verð að viðurkenna að í gegnum tíðina höfum við ekki gefið matarsóun neitt of mikinn gaum, því miður. Maður hefur verið svo samdauna þessari ofgnótt alls staðar. En batnandi manni er jú best að lifa – í Meistaramánuðinum höfum við lagt sérstaka áherslu á að minnka matarsóun með réttum skammtastærðum og nýtingu afganga.

Í stuttu máli hefur reynslan af þessu verið mjög jákvæð. Betri nýting hefur haft í för með sér minni innkaup – sem þýðir þyngri buddu og minna sorp af ýmsu tagi.

Meðfylgjandi myndir eiga að fylgja einni dæmisögu um réttar skammtastærðir. Sorrý, þær eru kannski ekki sérlega lekkerar – engin sérstök lýsing, filterar eða svoleiðis – en svona er þetta bara í raun og veru…. en, þannig er að þegar soðinn fiskur hefur verið í matinn hef ég þrjóskast lengi við að elda þrjú fiskstykki og sex kartöflur ofan í krakkana, því það er það magn sem ÉG vil að þeir borði. En magamál barnanna virðist ekki vera sammála mér, því yfirleitt hafa einhverjir afgangar legið eftir á diskunum.

Með það í huga að minnka matarsóun, byrjaði ég þess vegna á því að elda tvö fiskstykki og fjórar kartöflur – og viti menn, undantekningarlaust hefur allt klárast af öllum diskum. Séu þau enn svöng fá þau mjólk, grænmeti, ávexti og/eða afganga til uppfyllingar – og málið er dautt.

Hvað nýtingu matarafganga varðar þá eru ýmis góð trikk til:
-Gera matseðil fyrir vikuna, m.a. m.t.t. nýtingar á afgöngum.
-Frysta þá afganga sem er fyrirséð að verða ekki nýttir strax (mamma er þvílíkt dugleg í að frysta og nýta svo síðar meir – er að reyna að taka hana til fyrirmyndar  )
-Gæta þess að hafa góða yfirsýn yfir afganga hverju sinni, þannig að þeir endi svo ekki bara í sorpinu eftir allt saman…
-Geyma grænmetishrat og safna yfir nokkra daga, sjóða – nýta soð í súpur, sósur o.fl.

Mig langar líka til að fara aðeins inn á flokkun matarúrgangs, áður en ég hætti. Einhverra hluta vegna hef ég verið hikandi við að setja upp sérstakan sarp í garðinum fyrir matarúrgang; ýmsar sniðugar lausnir eru til og ég hef hreinlega ekki haft nennu og tíma til að setja mig inn í þær. Ég var því ekkert smá glöð þegar ég ,,uppgögvaði” að ég get farið með matarúrgangana mína í endurvinnslustöðina, þeir eru meðhöndlaðir þar með lífræna úrganginum. Ég hef líka heyrt af fólki sem safnar matarúrgangi í frysti og þegar boxið er fullt, þá er úrgangurinn látinn þiðna, settur í mixara og að lokum út í garð – mixað gúmmelaði sem brotnar hraðar niður í moldinni en ella, þvílík veisla fyrir ánamaðkana!

Að lokum: Í sumum verslunum er hægt að kaupa vörur sem nálgast síðasta söludag og það á afslætti, það finnst mér algjörlega til fyrirmyndar – allir hagnast!

Þessi færsla var birt undir Matarinnkaup og eldhús. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s