Út með plasttannbursta

Meistaramánuður – Minna heimilissorp!

Nett ráð til að minnka plastnotkun: Út með plasttannbursta – inn með ,,bambursta”

Það er ekki langt síðan að ég keypti svona Tomma og Jenna tannbursta fyrir Þorgerði – og það ekki í fyrsta skiptið. Í honum er eitthvað gel, glimmer og plast-dúkku-Tommi – og rúsínan í pylsuendanum: ljós sem hægt er að láta blikka í þrjá mínútur, þ.e. í þann tíma sem æskilegt er að tannburstun á að vara. Sjett, hvað var ég að spá? Hefði ekki bara tímataka á símanum og venjulegur plasttannbursti verið nóg? …hann er alveg nógu óumhverfisvænn…

Nei, næsti umgangur af tannburstum fyrir fjölskylduna verður í formi bambusar, umhverfisvænn og niðurbrjótanlegur á ca tveimur árum. Það verður spennandi að prófa. A.m.k. hefur reynsla fólks vera fín; þeir virðast vera góðir og endast jafnlengi í notkun og þeir úr plastinu – en brotna niður í náttúrunni á mun, mun skemmri tíma!

Fann eftirfarandi upplýsingar um plasttannbursta á Zero Waste Shop:
– Það tekur einn plasttannbursta ca 500 ár að eyðast upp.
– Hver einstaklingur notar ca 4 tannbursta á ári – það gerir um 300 stk. á 75 árum.
– Einn plasttannbursti vegur 18 g – sem gerir 5,4 kg af plasti á 75 árum.

Hægt er að kaupa umhverfisvæna tannbursta úr bambus t.d. hér:
– Melabúðin
– Heilsuhúsið (sjá heilsuhusid.is/brand/humble)
– Mistur.is (þar kallað ,,bambursti” – skemmtilegt!)
– Zero Waste Shop (FB)

Þessi færsla var birt undir Hreinlætis- og snyrtivörur. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s