Umhverfisvænni kaffidrykkja?

Meistaramánuður – Minna heimilissorp!

Hingað til hefur neyslumynstur okkar byggst á þörfum okkar og löngunum – og oftar en ekki líka á auknum þægindum sem hefur þá yfirleitt verið á kostnað umhverfisins (dæmi: einnota bleiur, blautþurrkur, kveikjarar, eldhúsrúllupappír, einnota borðbúnaður osfrv).

Er ekki kominn tími til að setja þægindin aðeins oftar í e-ð annað sæti en það fyrsta? Það er ekki svo erfitt – og alveg þess virði!

Í þrjú ár hef ég notið þess að láta Nespresso kaffivélina mína sjá mér fyrir kaffi – með tilheyrandi notkun á einnota kaffihylkjum úr plasti.

Ég skal viðurkenna það að ég hef verið mjög hikandi við að neita mér um þau gæði að fá kaffið mitt á 30 sekúntum. Ég var því ekkert smá glöð þegar fjölnota kaffihylki (fyrir miðju á kaffihylkjamynd) kom hingað í hús fyrir nokkrum vikum. Því miður hefur hið nýja, fína hylki ekki reynst nógu vel, kaffið ekki eins gott, kannski þarf ég að læra einhver trikk við þetta…

Magnið af plasthylkjunum er hins vegar mikið (sbr. mynd, hylki e 2-3 vikna notkun) og því ljóst að ég mun ekki snúa aftur í einnota hylkin ef ég gefst upp á því fjölnota. Ég fer þá bara aftur yfir í pressukönnuna mína og/eða uppáhellingarvélina – eða kaupi mér notaða kaffivél sem malar baunirnar jafnóðum (veit ekki hvað svoleiðis vél heitir). Sjáum hvað setur…

… en nú ætla ég að fara að hella upp á afmæliskaffi á gamla mátann, gestirnir fara að koma í hús Góðar kaffistundir!

PS. Ég nota líka alltaf fjölnota götumálið mitt þegar ég kaupi kaffibolla á ferðinni (,,coffee to-go“) og sleppi öllum hrærum, servíettum og öðru tilheyrandi – við það sparast heilmikið sorp

Þessi færsla var birt undir Á ferðinni, Matarinnkaup og eldhús. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s