Plastpokalaust heimili :)

Meistaramánuður – Minna heimilissorp!

Súper einfalt ráð til að minnka plastið í heimilissorpinu: Ekki þiggja/kaupa/nota plastpoka nema í algjörum undantekningar tilfellum og í brýnni, brýnni nauðsyn

16825740_10211971579541802_8450156683857796460_o

Í staðinn fyrir að þiggja/kaupa plastpoka í verslun má:
– Halda hreinlega á vörunni í höndunum.
– Stinga henni ofan í vasa.
– Stinga henni ofan í tösku/veski.
– Stinga henni ofan í fjölnota poka að heiman.
– Ef maður er þegar komin/n með poka úr annarri verslun: Stinga vörunni þar ofan í.
– Stinga henni ofan í kerru/vagn (ef við á).
– Osfrv … (hugsa í lausnum 😉 ).

Sem stendur notum við fjórar tegundir af fjölnota pokum (sjá mynd):

  • Fjölnota pokar fyrir stærri innkaup, s.s. í matvörurverslun. Þegar þeir eru ekki í notkun eru þeir geymdir í bílnum. Eigum nokkra mismunandi poka og sumir enn í fullu fjöri eftir rúmlega þriggja ára notkun.
  • Fjölnota poki fyrir drykkjarvörur. Valdís vinkona mín gaf mér einn slíkan (sá græni á myndinni) fyrir mörgum árum, held hann hafi upphaflega verið hugsaður fyrir innkaupaferðir í ,,Mjólkurbúðina” 😉 Geymdur í bílnum.
  • Léttir, þunnir fjölnota pokar fyrir ávexti, grænmeti o.þ.h. Á sínum tíma keyptir í Hagkaup en í dag myndi ég sauma þá úr gömlum gardínuefnum (t.d. af heimilinu eða Góða hirðinum). Svo er líka hægt að kaupa svona poka í Facebook-síðunni ,,Endurvinnsluhornið”. Geymdir í bílnum. Sumir nota enga poka undir ávexti og grænmeti – það er auðvitað best!
  • Nettur fjölnota poki í veski, fyrir minni innkaup. Heiðrún tengdamamma gaf mér t.d. töffaðan poka sem keyptur var í Listasafni Reykjavíkur (sjá fremst á mynd, á pokanum er mynd af loftinu á Kjarvalsstöðum – smart?) . Það fer ekkert fyrir honum, hann er alltaf í veskinu mínu eða í jakkavasanum mínum – hefur ótal, ótal sinnum reynst mér vel.

Við erum líka hætt að kaupa plastfilmu (d. husholdningsfilm) og plastnestispoka. Þess í stað notum við box/krukkur – eða (ef það hentar betur) plastpoka, utan af áður keyptum vörum, sem við höfum þvegið, þurrkað og geymt.

Að lokum er ekki galið að minnast hér á nýjasta trikkið sem við erum rétt byrjuð að nota; þ.e. að fá fisk, kjöt og brauð afgreitt í fjölnota ílát að heiman

Þessi færsla var birt undir Á ferðinni, Matarinnkaup og eldhús. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s