Fjölnota ílát í fisk- og kjötborðið: Allir hagnast!

Meistaramánuður – Minna heimilissorp!

Fjölnota ílát að heiman í fiskborðið/fiskbúðina, kjötborðið/kjötbúðina og bakaríið?!? Afar einfalt, eðlilegt, skynsamlegt, svalt og hagkvæmt fyrir alla aðila (þ.m.t. náttúruna) 🙂

16715924_10211916595927246_8161499409322180087_o

Fyrir tæpum þremur mánuðum heyrði ég fyrst af þeirri ,,áhættuhegðun” að koma með eigið ílát í fisk- og kjötborðið í matvörubúðinni. Þá hélt ég að maður þyrfti að vera komin ansi langt í sínum sorppælingum til að fara út í slíkar aðgerðir – hugsaði með mér að það yrði laaaaangt þangað til ég færi að gera eitthvað því um líkt…

En viti menn, fyrir nokkru fann ég allt í einu fyrir löngun og þörf (meistaramánuðurinn þá rétt tæplega hálfnaður en plastdallurinn meira en hálffullur!!!) til að prófa þetta og sjá hvað myndi gerast. Í vikunni fór ég því í matvörubúðina, rétti afgreiðslumanninum í fiskiborðinu fjölnota ílátið mitt og bað um 500 grömm af þorski (smá stressuð yfir viðbrögðum hans, viðurkenni það). Alveg sjálfsagt, ekkert mál, ekkert eðlilegra – og ekkert plast!

Mér skilst að matvöruverslanir og sérverslanir með kjöt, fisk og brauð á Íslandi taki almennt mjög vel í það þegar viðskiptavinir koma með sín eigin ílát að heiman. Mér finnst frábært að heyra það! Kannski ættu verslanir að gera meira úr þessu og hvetja viðskiptavini sérstaklega til að koma með eigin ílát og veita jafnvel í staðinn afslátt (nú eða rukka fyrir einnota umbúðirnar)?

Þetta er sem sagt hvorki fáránleg né hallærisleg hegðun – heldur mjög kúl, eðlileg og hagkvæm fyrir alla aðila; verslunin þarf ekki að útvega umbúðir, heimilið situr ekki uppi með þær í sínu sorpi og umhverfið andar léttar 🙂Jibbí og húrra!!!

Þessi færsla var birt undir Matarinnkaup og eldhús. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s