Meistaramánuður – Minna heimilissorp!
Einfalt ráð til að minnka plastið í heimilissorpinu: Vera opin/n fyrir tækifærum til að kaupa vörur sem ekki eru í plastumbúðum 🙂
Jógúrt, haframjöl, pastaskrúfur, spagetti, salt, grjón, tómatsósa og olía – ég hef keypt þessar vörur í búðinni minni oftar en ekki í plasti, og það án umhugsunar. Það þurfti afar lítið átak til að finna samskonar/svipaðar vörur pakkaðar inn í pappír eða gler.
Næsta skref verður svo að fara í sérstakar áfyllingarverslanir (sbr. Matarbúr Kaju og Uppskeruna Glæsibæ), þar sem maður getur keypt margar af þessum hrávörum í ílát sem maður kemur með heiman frá…
Hvað kókið varðar (sbr. mynd) þá höfum við keypt það í kippum (sex dósir plastaðar saman) – en nú kaupum við dósirnar í stykkjatali og sleppum við aukaumbúðir (það er bara ca 50 kr dýrara í heildina, alveg þess virði að mínu mati amk).
Svo langar mig til að benda á berjasýrópið í glerflöskunni á myndinni. Við höfum stundum keypt appelsínu- og eplasafa í stórum og smáum fernum til hátíðarbrigða. Svona sýróp til að blanda í vatn þjónar alveg sama tilgangi – en umbúðirnar miklum mun minni og umhverfisvænni