Plastáhöld og ,,Freebies”? Við afþökkum pent ;)

Meistaramánuður – Minna heimilissorp!

Plastáhöld og ,,Freebies”? Við afþökkum pent

16602500_10211864124615496_6832158845239072011_o

Ein mjög skilvirk leið til að minnka plastneyslu er að hætta/minnka notkun á plastáhöldum (plaströrum, plastdiskum, plastglösum, plasthnífapörum osfrv).

Svo var mér bent á eina sniðuga nálgun til að minnka magnið í plastdallinum og takmarka almennt svona algjör-óþarfi-neyslu, og það er að sneiða hjá öllu ,,Freebies”, þ.e. dóti ýmis konar sem fyrirtæki gefa í markaðssetningar- og sölutilgangi og hefur gjarnan skammtíma notagildi fyrir viðtakanda.

Dæmi:
– Smáleikföng sem veita skammtímagleði og fást gjarnan með sælgæti (t.d. í Kinder eggjum), í sérstökum barnamáltíðum á veitingastöðum o.s.frv.
– Hlutir sem gefnir eru um borð í flugvélum, á hótelherbergjum, í bönkum o.s.frv.
– Merktir pennar, bolir og aðrar auglýsingavörur,
– Snyrtivöruprufur,
– O.s.frv.

Við erum til dæmis hætt að kaupa barnamáltíðir þar sem leikföng fylgja með (hingað til hafa börnin ekki saknað þess einu sinni). Þá var ég í búð um daginn þar sem ég þáði nokkrar snyrtivöruprufur í risa snyrtiveski en ég fattaði svo á leiðinni út að ég hafði í raun engin not fyrir þessa hluti og að þeir myndu fljótt enda uppi í skáp eða í ruslinu – ég sneri við og skilaði þeim með kurteisislegum orðum. Í flugi sem við fórum í um jólin var börnunum m.a. boðnir þrír plastpakkar af trélitum; við þáðum einn með þökkum og skiluðum honum svo í plastinu á leiðinni út úr vélinni. Þetta dót safnast nefnilega upp smám saman – á öllum heimilum…

Þótt þessir ,,freebies” hlutir séu ekki alltaf merkilegir, þá hefur yfirleitt verið kostað miklu til við framleiðslu þeirra m.a. í formi plasts, orku og öðrum hráefnum. Manni finnst því mikil sóun að þeir endi oft á tíðum lítið notaðir eða óntoaðir í rusli hjá fólki. Er þá ekki bara betra að afþakka það pent og taka þátt í að minnka eftirspurn eftir svoleiðis? Svo má benda á að í sumum tilfellum er hægt að fá viðkomandi hlut lánaðan í smá stund og skila eftir notkun (t.d. merktir pennar í fundarsölum, trélitir í flugvélum) með það fyrir augum aðrir geti notað hlutinn áfram

Þessi færsla var birt undir Á ferðinni. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s