Handsápustykki í stað fljótandi sápu

Meistaramánuður – Minna heimilissorp: Lítið trix!

Handsápustykki í stað fljótandi sápu í plast-pumpu-brúsum = hreinna plast-viskubit!

Margt smátt gerir eitt stórt!

16665569_10211855874049237_3168718092812414602_o

Í gær urðu þau tímamót að handsápustykkið inni á baði kláraðist alveg upp til agna og það eftir rúmlega 8 mánaða þjónustu!!! Eina sorpið sem af þessu hlaust var pappír utan af nýja sápustykkinu sem kom í staðinn fyrir það gamla – og já, þunna plastfilman sem upphaflega var utan um gamla stykkið og var hent í plastdallinn á sínum tíma.

Athugasemdir varðandi sápustykkin:
Fyrir um ári síðan hættum við að kaupa fljótandi handsápu í þar til gerðum plast-pumpu-brúsum. Við fórum að nota gömlu, góðu handsápustykkin í staðinn, í þeim tilgangi að minnka plastnotkun. Ég viðurkenni að tilhugsunin við þær breytingar var svolítið erfið; ég sá fyrir mér að sápustykkið yrði alltaf fyrir manni e-n veginn, rennandi til og frá í tíma og ótíma – og að baðvaskurinn yrði að eilífu kámugur af sápu…

Þær áhyggjur reyndust svo til ástæðulausar. Sápustykkið er bara alltaf í sinni sápuskál, ekki fyrir neinum og ekki til mjög mikilla trafala. Við skolum sápuklessur af skálinni endrum og eins – alveg eins og við þurftum í raun að gera við plast-pumpu-brúsana í denn. Þar að auki finnst mér sápustykkin endast mun lengur en plast-pumpu-brúsarnir og svo eru þau líka ódýrari! Tala nú ekki um að ,,plast-viskubitið” verður mun hreinna með notkun sápustykkisins heldur en með fljótandi sápunni 😉

Að lokum vil ég taka fram að ég hef ekki enn hellt mér almennilega út í notkun pálmaolíu í snyrtivörum og öðru – en nú fer ég að fara að kynna mér þau mál. Það kemur vonandi að því að ég versla ekki annað en handsápu án pálmaolíu og umbúða – svo er spurning hvort það sé ekki bara aðvelt að búa sápuna til sjálfur? …

 

Þessi færsla var birt undir Hreinlætis- og snyrtivörur. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s