Meistaramánuður – Markmið

Meistaramánuður – Minna heimilissorp – úje!

Við fjölskyldan tökum virkan þátt í Meistaramánuðinum þetta árið.

IMG_0855Okkar markmið eru eftirfarandi:
1) Allt óendurvinnanlegt sorp í febrúar rúmist að hámarki í einum poka, sbr. mynd.
2) Allt plast, ál og pappír í febrúar rúmist að hámarki í fjórum ílátum, sbr. mynd.

Undanfarna mánuði höfum við verið að vakna til aukinnar vitundar um ábyrgð okkar sem neytendur þegar kemur að loftslagsmálum. Við lítum svo á að heimili okkar sé hluti af vandamálinu um aukna hlýnun jarðar og að við berum þ.a.l. skyldu til að taka þátt í að a.m.k. takmarka það. Jú, vissulega höfum við flokkað heimilissorpið í um sex ár og nánast hætt plastpokanotkun – en okkur finnst við þurfa að taka meiri ábyrgð á neyslu okkar.

Margir eru komnir miklum mun lengra í umhverfis- og sorpmálum en við. Staðan er einfaldlega sú að við erum enn í ákveðnu lærdómsferli sem ekki sér fyrir endann á. Ég held að þegar maður byrjar að hugsa með þessum hætti þá vilji maður alltaf reyna að ganga lengra og lengra. Við tökum eitt skref í einu, gerum okkar besta og sjáum hver staðan verður í lok meistaramánaðarins – og svo höldum við áfram og áfram!

Nokkrar athugasemdir varðandi framkvæmd:
*Óendurvinnanlega sorpið (ruslið undir vaskinum sem er brennt eða fer í landfyllingu): Þar til fyrir um þremur mánuðum fylltum við ruslafötuna undir vaskinum á u.þ.b. þremur dögum. Í janúar byrjuðum við að safna helstu matarleifum í lífrænan sarp sem við förum síðan með á endurvinnslustöð – og þá dugði einn ruslapoki fyrir vikuna. Í febrúar byrjuðum við svo að nýta sarpinn í auknum mæli og passa betur upp á matarsóunina (því það er ekki alveg allur matur sem fer sarpinn) m.a. með því að elda réttar skammastærðir og nýta afganga. Á sama tíma höfum við séð til þess að að hámarki tvær einnota bleiur af tveggja ára gutta fari í ruslið per dag – annars stendur koppaþjálfun yfir og við notumst líka við taubleiur en betur má ef duga skal! (NB! don’t worry – bleiur og annað mögulega illa lyktandi sorp fer í sérstakt ílát sem staðsett er utandyra, sem síðan verður sett í ruslapokann þegar meistaramánuðurinn er liðinn ).

*Endurvinnanlega sorpið: Okkur finnst í raun meiri áskorun vera fólgin í að minnka endurvinnanlega sorpið en það óendurvinnanlega – og þar spila plast og umbúðir ýmis konar stærsta hlutverkið. Þegar verst lét tæmdum við dallana fjóra fyrir plast, pappír og ál á tveggja vikna fresti (dallar fyrir gler, timbur og aðra flokka fyllast mun hægar). Plastið fer í stærsta dallinn og hann hefur alltaf verið fyrstur til að fyllast. Á undanförnum mánuðum hefur tíminn milli ferða í endurvinnslustöðina lengst aðeins. Við erum orðin nýtnari, nægjusamari og krítískari á öll innkaup og reynum að forðast allt það sem talist getur óþarfi/einnota/drasl/o.þ.h. Nú ætlum við að reyna við fjórar vikur á milli ferða og þar sem plastið hefur verið umfangsmest hingað til þá einblínum við nú m.a. á að nota fjölnota poka undir ávexti og grænmeti, reynum að velja vörur sem eru í sem minnstum umbúðum, veljum frekar vörur í pappírsumbúðum en plasti o.s.frv. eftir því sem við á.

Það er ekki síður mikilvægt að minnka endurvinnanlega sorpið. Við endurvinnslu á sér stað óhjákvæmileg rýrnun á verðmætum sem upphaflega voru sköpuð með notkun á hráefnum, auðlindum og orkugjöfum ýmis konar. Með því að reyna að minnka magn þessa sorps tekur maður auk þess þátt í að minnka eftirspurn eftir umbúðum og leiðinda óþarfa.

Í dag, 10. febrúar, nær ruslið í pokanum undir vaskinum rétt botnfylli en ef bleiurnar væru settar þar ofan í fyllti sorpið líklega ¼ pokans – þannig þrátt fyrir þessar leiðinda bleiur (sem við verðum að vinna betur í!) erum við á góðum millitíma, ef svo má segja…

 

Þessi færsla var birt undir Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s